Bíla-Doktorinn opnar verkstæði og verslun að Hólabergi 82, 111 Reykjavík.
Eftir að Bíla-Doktorinn hefur legið í svolitlum dvala vegna húsnæðisskorts hefur fyrirtækinu nú verið fundinn staður og nú er ætlunin að opna verkstæði og varahlutaverslun sem starfa mun sem aukavinnuverkstæði og verslun á vegum framkvæmdastjóra Bíla-Doktorsins. Við munum opna dyr okkar fyrir viðskiptavini sem vilja vandaða almennar viðgerðir og þjónustuskoðanir á Mercedes-Benz, VW og Skoda bílum og eru tilbúnir í að það gerist stundum utan hefðbundins opnunartíma fyrirtækja og mögulega taki meira en einn dag ef sérstök þörf krefur. Við munum einnig bjóða áfram mikið af þeim frábæru varahlutum sem við vorum með á mjög hagstæðu verði.
Vegna þessa mun opnunartimi vera eftir samkomulagi alla virka daga, en vonandi verður tilgreint um það síðar í liðnum opnunartímar hvernig við höfum opið.
Fyrst um sinn munum við eingöngu taka við tímapöntunum á verkstæði varahlutafyrirspurnum og pöntunum á póstfangiðrunar@doktorinn.is en símamál okkar eru í skoðun.
Ef þú átt eitthvað annað erindi við okkur sem er einnig hægt er að hafa samband við okkur með því að senda tölvupóst á: runar@doktorinn.is og við munum svara eins fljótt og við eigum möguleika á.
Framkvæmdastjórn Bíla-Doktorsins
|