Að hafa samband við Bíla-Doktorinn

 

Okkur þætti vænt um að þú hefðir samband við okkur ef þig vantar varahluti fyrir Mercedes-Benz, Volkswagen, Skoda. Við hlökkum til að heyra frá þér.

 

Langflestir okkar viðskiptavina hafa þann háttinn á að hringja í okkur.

Síminn okkar er 552-5757, en vegna flutninga er ekki stöðug símsvörun

Endilega sýndu okkur tillitssemi ef við svörum ekki strax. Við erum lítið fyrirtæki og stundum er álag hjá okkur, en við reynum að svara öllum eins fljótt og mögulegt er.

 

Þú getur líka sent okkur tölvupóst

Póstfangið okkar fyrir almennar fyrirspurnir er doktorinn@doktorinn.is

 

Sumir hafa samband við okkur í gegnum Facebook. Við vekjum að vísu athygli á að það kemur fyrir á fésinu að við svörum kanski ekki alveg strax því síðan er ekki vöktuð stöðugt.

Facebook síða okkar er engu að síður: www.facebook.com/Bila.Doktorinn

 

 

Farsími og útkallsþjónusta.

 

Við getum oftast boðið upp á afgreiðslu utan opnunartíma ef við erum í aðstöðu til og getum komið á staðinn til að afgreiða. Þurfir þú nauðsynlega að ná í okkur í neyðartilfellum utan opnunartíma er síminn 897-8597.

Útkall verslunar og móttöku utan opnunartíma kostar 10.112,- kr.

Við vekjum að gefnu tilefni athygli á að útkallssími er eingöngu fyrir viðskiptavini sem þurfa eitthverra hluta vegna á afgreiðslu verslunar eða verkstæðismóttöku að halda utan venjulegs opnunartíma. Símanúmer þetta er ekki hugsað til að leita sér upplýsinga um tæknimál eða fyrir þá sem vantar leiðbeiningar við eigin bílaviðgerðir. Númerið er alls ekki ætlað til að athuga með lausa tíma á verkstæði okkar. Eru allir sem þetta lesa beðnir um að virða frítíma starfsmanna og nota númerið eingöngu í algerum neyðartilfellum.

Til baka á forsíðu

 

Um okkur

Þjónusta

Varahlutir

Starfsmenn

Saga

Hafa samband

Staðsetning

Opnunartími

Bíla-Doktorinn - Skútuvogi 13 - 104 Reykjavík - sími 552-5757 - www.doktorinn.is - doktorinn@doktorinn.is
© Bíla-Doktorinn