Þjónusta Bíla-Doktorsins

Varahlutir

Við eigum á lager töluvert magn af varahlutum í Mercedes-Benz bíla á öllum aldri og einnig erum við með varahluti í ýmsa yngri Volkswagen, Skoda og Audi bíla. Víð bjóðum viðskiptavinum okkar upp á gæðavarahluti sem í mörgum tilfellum eru sambærilegir að gæðum og upprunalegir íhlutir, en samt á mun hagstæðara verði.

 

Almennar bílaviðgerðir

Við bjóðum upp á flest allar almennar bílaviðgerðir. Öll umskipti á slithlutum og lagfæringar á biluðu gangverki er eitthvað sem er okkar starf. Þó svo að við bjóðum ýmsar gerðir bíla velkomnar í viðgerð að þá höfum við að mestu leiti sérhæft okkur í Mercedes-Benz, Volkswagen, Skoda og Audi bílum og búum því yfir nokkurri sérþekkingu á þeim. Við eigum mikið magn varahluta og íhluta í þessar tegundir sem auðveldar aðföng og flýtir fyrir viðgerðum.

 

Smurþjónusta

Við bjóðum við upp á smurþjónustu fyrir Mercedes-Benz, Volkswagen og Skoda bíla. Mögulegt er að við getum þjónustað aðrar tegundir eftir samkomulagi, en við eigum engar síur á lager í neina bíla nema þá sem taldir eru upp hér fyrir ofan. Því þurfum við að útvega sérstaklega síur fyrir þjónustu á öðrum bíltegundum.

Við bjóðum eingöngu smurþjónustu með viðurkenndum olíum sem uppfylla nákvæmlega þá olíustaðla sem framleiðandi bílsins hefur gefið út. Ekki biðja okkur um eitthvað annað, við vitum betur en það að frávik frá stöðlum geta valdið rándýrum tjónum á vélbúnaði bílsins. Einnig sjáum við um olíuskipti á sjálfskiptingum í ýmsum bílum. Best er að panta tíma hjá okkur fyrir smurþjónustu með því að hafa samband við okkur í síma eða með tölvupósti.

 

Þjónustuskoðanir

Við bjóðum ekki bara venjulega smurþjónustu fyrir bíla, heldur einnig yfirferð á ástandi og öryggisbúnaði í leiðinni. Þetta er mjög góður kostur fyrir alla að taka sem viðbót við venjulega smurþjónustu því að með því að yfirfara ástand í leiðinni má oft koma í veg fyrir ótímabærar og dýrar bilanir.

 

Ástandsskoðun

Við tökum bíla í ástansdsskoðanir, hvort sem um er að ræða í þeim tilfellum sem að eitthver er að spá í að kaupa bíl sem er til sölu, eða bara vill ganga úr skugga um að bíllinn hjá sér sé í góðu lagi. Í meginatriðum eru í boði tvær mismunandi skoðanir. Önnur tekur tillit til öryggisbúnaðar og er kölluð minni skoðun, hin er víðtækari og fer að auki nánar út í ástand bílsins almennt.

 

Upplýsingaveita

Við erum ekki upplýsingaveita fyrir þá sem eru að gera við bílana sína sjálfir, nema í þeim undantekningartilfellum að menn séu að kaupa af okkur varahlut og vanti stuttlega eitthverjar leiðbeiningar við að koma þeim hlut í bílinn. Menn eru beðnir um að hafa þetta í huga og eru því allir beðnir að virða vinnutíma okkar með það í huga að hann er ekki í boði ókeypis.

 

Til baka á forsíðu

 

Um okkur

Þjónusta

Varahlutir

Starfsmenn

Saga

Hafa samband

Staðsetning

Opnunartími

Bíla-Doktorinn - www.doktorinn.is - runar@doktorinn.is
© Bíla-Doktorinn